Krakkakiljan á RÚV

SDC17149Krakkakiljan er þáttur á RÚV þar sem krakkar fjalla um nýjar íslenskar barnabækur.

Flottur þáttur sem við verðum að sjá. Hér er tengill á Krakkakiljuna sem opnast í nýjum glugga.

 

Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar 2017

Þann 2. apríl er dagur barnabókarinnar. Af því tilefni efnir IBBY til sögustundar þann 30. mars kl. 9:10 á Rás 1 þar sem sagan Óríon eftir Hildi Knútsdóttur verður frumflutt.  Einnig verður sögunni dreift í skólana svo kennarar sem vilja vinna eitthvað með hana eða láta nemendur lesa sjálfa geti gert það.

123skoli hefur unnið verkefni sem kennarar geta prentað út og notað að vild með nemendum.

Góða skemmtun 🙂

 

 

Sumarlestur!

BINGÓ

Haustið nálgast og skólinn fer að byrja. Þeir nemendur sem lokið hafa við lestrarbingó sumarsins geta skilað bingómiðum til umsjónar- eða skólasafnskennara fyrir 31. ágúst 2016.
Á Alþjóðadegi læsis 8. september 2016 verður dreginn út bókavinningur og allir nemendur sem skila bingómiðum fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku í sumarlestrinum. Bækur