Drekalestur

Sýnishorn af bókum fyrir Drekalestur

Í Drekalestri lesum við bækur þar sem drekar koma við sögu. Við veljum okkur drekagráðu og lesum bækurnar sem tilheyra gráðunni.  Við getum valið að lesa bækur sem tilheyra drekagráðu eitt, tvö og þrjú ásamt því að verða drekalærlingur og drekafræðingur. 

Á skólasafninu getum við fengið lista yfir drekabækur, sem við skráum á hvaða bækur við höfum lesið. Að lestri loknum förum við með listann á skólasafnið og fáum viðurkenningarskjal og bókamerki til staðfestingar á að við vitum svona mikið um dreka.

Hugmyndin að Drekalestrinum er fengin hjá Vigni Ljósálfi Jónssyni skólasafnskennara í Laugarnesskóla.

Uppfært 8. júlí 2020.